Stýrihópur um mótun framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu að Reykjum og Reykjatorfunni
Stýrihópurinn skal móta tillögur framkvæmdaáætlunar á grundvelli niðurstöðu starfshóps um framtíðarfyrirkomulag á Reykjum og Reykjatorfunni um endurbætur og uppbyggingu aðstöðunnar, m.a. byggingu fjölnota húss til kennslu og nútímalegra gróðurhúsa. Stýrihópurinn skoði einnig hvernig tryggja megi fjármagn fyrir þessa uppbyggingu. Hópurinn fylgi eftir tillögum starfshópsins og móti í samstarfi við alla hlutaðeigandi aðila tímasetta áætlun um hvernig þeim verði fylgt eftir.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, formaður, án tilnefningar,
Olga Lísa Garðarsdóttir, án tilnefningar,
Guðmundur Axel Hansen, samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis,
Hanna Dóra Hólm Másdóttir, samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis,
Bjarki Pjetursson, samkvæmt tilnefningu matvælaráðuneytis,
Edda Kristín Sigurjónsdóttir, samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis.
Starfsmaður stýrihópsins er Gylfi Arnbjörnsson, verkefnaráðinn sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneyti.
Mælst er til þess að hópurinn ljúki störfum fyrir 1. október 2023.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.