Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd um fiskeldi

Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra hefur skipað Samráðsnefnd um fiskeldi sem starfar samkvæmt 4. gr.  laga nr. 71/2008, um fiskeldi, með síðari breytingum og er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis og skal taka til umfjöllunar hvaðeina sem málaflokkinn snertir. Í því felst m.a. að leggja mat á forsendur og úrvinnslu þeirra gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á.

Í nefndinni eiga sæti sex fulltrúar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Einn fulltrúi skal skipaður án tilnefningar og er hann formaður, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunnar, einn samkvæmt tilnefningu samtaka fiskeldisfyrirtækja, einn samkvæmt tilnefningu Landsambands veiðifélaga, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn samkvæmt tilnefningu umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Fulltrúar til vara skulu skipaðir með sama hætti. Samráðsnefnd um fiskeldi starfar samkvæmt lögum nr. 71/2008, með síðari  breytingum og reglugerð settri samkvæmt þeim.

Nefndin er þannig skipuð:

Aðalmenn:

  •     Berglind Häsler, án tilnefningar, formaður,
  •     Kjartan Ingvarsson, tilnefndur af, umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti,
  •     Gunnar Örn Petersen, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga,
  •     Sigurgeir Bárðarson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
  •     Rakel Guðmundsdóttir, tilnefnd af Hafrannsóknastofnun,  
  •     Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,  tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

Varamenn:

  •     Andrés Skúlason, án tilnefningar,
  •     Vanda Úlfrún Liv Hellsing, tilnefnd af umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti,
  •     Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga, 
  •     Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
  •     Ragnar Jóhannsson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun,
  •     Jón Björn Hákonarson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta