Starfshópur um skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu
Hópnum er falið að kanna möguleika á setja á fót skyndimóttöku á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að létta á álagi bráðamóttöku Landspítalans og bæta þjónustu við sjúklinga sem þurfa tiltölulega einföld inngrip sem þó eru umfram getu heilsugæslu.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili til ráðherra tillögu fyrir 1. nóvember nk. um hvaða þjónusta skuli veitt á skyndimóttöku og hvaða sjúklingahópa slík móttaka á að þjónusta. Jafnframt skal hópurinn leggja fram tillögu að því hvernig koma megi í veg fyrir atgervisflótta starfsfólks af bráðamóttöku LSH ef slík skyndimóttaka opnar, þar sem LSH berst þegar við þá áskorun að tryggja mönnun sérhæfðra starfsmanna.
Starfshópinn skipa
- Jón Magnús Kristjánsson, án tilnefningar, formaður
- Haukur Heiðar Hauksson, tilnefndur af Læknavaktinni
- Gerður Beta Jóhannsdóttir, tilnefnd af Landspítala
- Hilmar Kjartansson, tilnefndur af Slyzavarðsstofunni
- Jóhanna Ósk Jensdóttir, tilnefnd af sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvum
- Nanna Sigríður Kristinsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður hópsins.
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 26. ágúst 2024 og er gert ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. nóvember 2024.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.