Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um varasjúkrahús

Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópnum er falið að vinna að nánari skilgreiningu og hlutverki varasjúkrahúss með tilliti til viðbragðsáætlana, neyðarviðbragða, þjóðaröryggisráðs, sjúkraflutninga, rannsóknarþjónustu og laga um heilbrigðisþjónustu.

Í 7. gr. B í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 með síðari breytingum kemur fram að Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) sé varasjúkrahús Landspítala. Ekki eru frekari ákvæði í þeim lögum né í reglugerð um hvað felst í því hlutverki.

Mikilvægt er að skýra hlutverk SAk sem varasjúkrahús, þ.e. hvaða þjónustu þarf að veita og hvaða búnaður þarf að vera til staðar, einkum tengt bráðaþjónustu. Taka þarf mið af þjóðaröryggisstefnu, almannavarnarlögum og viðbragðsáætlunum svo og mati á möguleikum Landspítala og annarra stofnanna til að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum.

Ljóst er að á landinu eru aðeins tvö sjúkrahús þó að sólarhringsþjónusta sé til staðar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnanna á landinu. Á SAk er að finna bráðamóttöku, gjörgæslurými, lyflækningadeild, geðdeild, skurðdeild, fæðingardeild og barnadeild. Þá er enn fremur öflug rannsóknarþjónusta og lyfjaþjónusta til staðar á spítalanum. Aðeins hluti af fyrrgreindum sérgreinum eða þjónustutegundum er að finna utan Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, hér á landi.

Starfshópinn skipa

  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, án tilnefningar, formaður hópsins
  • Þórir S. Sigmundsson, tilnefndur af Landspítala
  • Hildigunnur Svavarsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
  • Margrét Helga Ívarsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands
  • Björn Geir Leifsson, tilnefndur af embætti landlæknis
  • Björg Guðjónsdóttir, tilnefnd af Nýja Landspítalanum ohf.
  • Guðrún Lísbet Níelsdóttir, tilnefnd af Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra
  • Guðjón Hauksson, tilnefndur sameiginlega af Heilbrigðisstofnunum Austurlands, Vestfjarða og Norðurlands.

 Helga Harðardóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður hópsins.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 17. janúar 2025.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta