Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um þjónustu talmeinafræðinga

Heilbrigðisráðuneytið

Í maí 2021 skilaði starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta greinargerð um þjónustu talmeinafræðinga við börn. Áhersla greinargerðarinnar var á snemmtæka íhlutun hjá börnum með vægar mál- og talþroskaraskanir. Í mars sl. skiluðu Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) og Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) umsögnum um skýrsluna.
 
Ráðherra undirritaði í framhaldi minnisblað þess efnis að settur verði á fót starfshópur sem hefur það hlutverk að:
· Kortleggja þá þjónustu sem er veitt innan sveitarfélaga annars vegar og hjá ríki hins vegar
· Þarfagreina þjónustu innan sveitarfélaganna 
· Setja upp skýran þjónustuferil með áherslu á samþættingu þjónustu og samstarf milli kerfa.
· Skilgreina grunnþjónustu og hver á að veita hana. 
· Endurskoða rammasamning, m.a. hvort afnema eigi tilvísanakerfið

Óskað var eftir tilnefningum í hópinn frá mennta- og barnamálaráðuneyti, Félagi talmeinafræðinga á Íslandi, Málefli, embætti landlæknis, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sjúkratryggingum Íslands. 

Starfshópinn skipa

  • Selma Margrét Reynisdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Óskar Haukur Níelsson, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti
  • Íris Dögg Rúnarsdóttir, tilnefnd af Félagi talmeinafræðinga á Íslandi
  • Rannveig Rós Ólafsdóttir, tilnefnd af Félagi talmeinafræðinga á Íslandi
  • Þórhalla Jónsdóttir, tilnefnd af Málefli
  • Hrefna Þengilsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis
  • Svandís Ingimundardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Guðlaug Björnsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands

Starfsmaður hópsins er Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 17. maí 2023 og er gert er ráð fyrir því að hópurinn skili niðurstöðum til ráðherra fyrir 1. nóvember 2023.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta