Nýsköpunarsjóðurinn Kría - stjórn 2024-2027
Þann 22. júní 2024 samþykkti Alþingi lög um Nýsköpunarsjóðinn Kríu, nr. 90/2024. Nýsköpunarsjóðurinn Kría er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og hefur það hlutverk að hvetja til og auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta til handa sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins, í samræmi við markmið laganna. Sjóðurinn hefur jafnframt það hlutverk að hvetja með fjárfestingum sínum einkafjarfesta til þátttöku í fjármögnun nýsköpunar.
Ráðherra nýsköpunarmála skipar fimm einstaklinga í stjórn sjóðsins og eru þeir skipaðir til þriggja ára í senn. Skipunartímabil núverandi stjórnar er til 31. desember 2027.
Stjórnin er þannig skipuð:
- Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, formaður, án tilnefningar
- Varamaður hennar er Pétur Már Halldórrson
- Ásta Dís Óladóttir, án tilnefningar
- Varamaður hennar er Agnar Möller
- Sigríður Mogensen, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
- Varamaður hennar er Páll Ásgeir Guðmundsson
- Guðmundur Halldór Björnsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Varamaður hans er Ingunn Agnes Kro
- Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
- Varamaður hans er Eyrún Valsdóttir