Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið

Árið 2024 ákvað heilbrigðisráðuneytið að ráðast í stöðumat á meðferðarþjónustu vegna vímuefnavanda með það fyrir augum að koma á viðmiðum fyrir meðferð og gæðastjórnun. Til verksins var ráðinn Dr.jur. Thomas Kattau sem skilaði skýrslu um stöðumat og lagði til aðgerðir til að efla samhæfingu, bæta aðgengi og auka gæði meðferðarþjónustunnar. Því hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að skipa stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið til næstu 12 mánaða. 

Hlutverk hópsins er að efla samskipti og samhæfingu þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri heilbrigðisþjónustu fyrir notendur. Stýrihópnum er ætlað að leiða vinnu til að skapa sameiginlegan skilning á hlutverki og ábyrgð aðila sem og veita aðilum vettvang til að vinna að lausnum, samhæfingu og þróun þjónustu. Til þess getur stýrihópurinn meðal annars boðið til vinnustofu hagsmunaaðila eða myndað vinnuhópa. 

Óskað var eftir tilnefningum á fulltrúum í stýrihópinn frá Landspítala, bæði frá geðsviði og bráðasviði, frá heilsugæsluþjónustu heilbrigðisstofnana, frá SÁÁ, Hlaðgerðarkoti, meðferðarheimilinu Krýsuvík og fulltrúa Geðráðs sem jafnframt er fulltrúi notenda.

Stýrihópinn skipa

  • Helga Sif Friðjónsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Signý Guðbjartsdóttir, tilnefnd af Hlaðgerðarkots
  • Bjarni Össurarson, tilnefndur af geðsviði Landspítala
  • Kristín Davíðsdóttir, tilnefnd af bráðasviði Landspítala
  • Hildur Svavarsdóttir, tilnefnd af heilsugæsluþjónustu heilbrigðisstofnana
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir, tilnefnd af SÁÁ
  • Gísli Kort Kristófersson, tilnefndur af Geðráði
  • Elías Guðmundsson, tilnefndur af Krýsuvík
  • Sigríður Jónsdóttir, án tilnefningar

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 24. mars 2025 og skal skila skýrslu til ráðherra fyrir lok mars 2026.

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta