Starfshópur um almenningssamgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar
Starfshópurinn hefur það hlutverk að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta, bæði til skemmri tíma (fyrir nk. sumar) og lengri (næstu þrjú ár). Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
- Valgerður B. Eggertsdóttir, formaður, án tilnefningar,
- Anton Kristinn Guðmundsson, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum,
- Halldór Jörgensson, tilnefndur af Vegagerðinni,
- Pálmi Freyr Randversson, tilnefndur af Kadeco,
- Valgerður Gréta Benediktsdóttir, tilnefnd af Strætó,
- Theodóra S. Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Isavia.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.