Ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun
Hlutverk ráðherranefndar um vísindi og nýsköpun er að samræma stefnu stjórnvalda á sviði tækniþróunar, vísinda og nýsköpunar. Ráðherranefndin heldur að jafnaði tvo fundi árlega með Vísinda- og nýsköpunarráði, sem starfar sjálfstætt og fjallar um stöðu vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi með tilvísun til alþjóðlegrar þróunar í stefnumótun á málefnasviðinu, auk þess að veita ráðherranefnd um vísindi og nýsköpun og ráðherra sem fer með málefni vísinda og nýsköpunar ráðgjöf.
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og barnamálaráðherra eiga fast sæti í ráðherranefndinni en þar sem málefni vísinda og nýsköpunar snerta fleiri ráðuneyti sitja félags- og vinnumarkaðsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra einnig í nefndinni.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.