Hoppa yfir valmynd

Nefnd um endurskoðun aflareglu ýsu

Matvælaráðuneytið

Stjórnvöld hafa sett aflareglur fyrir helstu nytjastofna sjávar til fimm ára í senn. Aflaregla ýsu rennur út eftir næsta fiskveiðiár (2023/2024). Með skipun þessarar nefndar hyggst Matvælaráðuneytið hefja endurskoðun á aflareglunni sem síðar verður metin m.t.t. sjálfbærni og hámarksafraksturs af Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES).


Við endurskoðunina nú skal við það miðað að aflareglan skili hámarksafrakstri til lengri tíma og uppfylli kröfur um varúðarsjónarmið. Einnig skal stefnt að því að veiðar séu sem hagkvæmastar og reglan stuðli að eins stöðugum aflabrögðum og vistfræði ýsu leyfir. Jafnframt skal skoða útfærslu aflareglu þannig að skortur á aflaheimildum í ýsu komi ekki niður á öðrum veiðum. Í því sambandi gæti möguleg útfærsla verið að hækka veiðihlutfall ef stærð ýsustofnsins er yfir ákveðnum mörkum.

       Guðmundur Þórðarson, formaður, án tilnefningar 

  Árni Sverrisson, tilnefndur af samtökum sjómanna,

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands,

Hreiðar Þór Valtýsson, tilnefndur af Háskólanum á Akureyri,

        Höskuldur Björnsson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun,

Lísa Anne Libungan, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,

        Skúli Kristinn Skúlason, án tilnefningar og

Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta