Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags
Áður en leyfi er veitt til skráningar trúfélags eða lífsskoðunarfélags skal leita álits nefndar sem dómsmálaráðherra skipar til fjögurra ára.
Einn nefndarmaður er skipaður samkvæmt tilnefningu lagadeildar hér á landi á háskólastigi, og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar tilnefndur af félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, sá þriðji tilnefndur af guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og sá fjórði tilnefndur af sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
Júlí Ósk Antonsdóttir, aðjúnkt, tilnefnd af lagadeild Háskólans á Akureyri, jafnframt formaður.
Helga Ögmundardóttir, lektor í mannfræði, tilnefnd af Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, tilnefnd af Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri, tilnefndur af Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.