Eftirlitsnefnd með framkvæmd laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES
Samkvæmt 3. gr. laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 105/2014, skipar ráðherra þriggja manna nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Alþýðusamband Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Samtök atvinnulífsins annan fulltrúa og þriðji fulltrúinn er skipaður án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn.
Aðalmenn
- Jón Þór Þorvaldsson, án tilnefningar, formaður
- Halldór Oddsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
- Maj-Britt Hjördís Briem, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
Varamenn
- Stefán Daníel Jónsson, án tilnefningar
- Karen Ósk Nielsen, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
- Ragnar Árnason, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
Nefndin er skipuð af félags- og húsnæðismálaráðherra til og með 13. janúar 2028.