Ferðakostnaðarnefnd
Nefndinni er falið að endurskoða upphæðir dagpeninga starfsmanna á ferðalögum innanlands og erlendis. Jafnframt skal nefndin endurskoða flokkun landa eftir dvalarkostnaði svo og greiðslu fyrir starfstengd afnot eigin bifreiða starfsmanna. Nefndin starfar samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Nefndin skal skipuð einum fulltrúa BSRB, einum fulltrúa BHM og tveimur fulltrúum fjármála- og efnahagsráðherra. Skipunartími er ótímabundinn.
Nefndarmenn:
- Þórdís Steinsdóttir, formaður, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Júlíana Guðmundsdóttir, tilnefnd af BHM
- Ragnheiður Gunnarsdóttir tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
- Stefán Örn Arnarson, tilnefndur af BSRB
Kjartan Dige Baldursson er ritari ferðakostnaðarnefndar
Skipunartími er ótímabundinn
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.