Fiskræktarsjóður - stjórn 2021-2026
Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008, um Fiskræktarsjóð og er á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sbr. 1. gr. laga nr. 72/2008, um Fiskræktarsjóð. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán og styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að viðhalda og efla lífríki í ám og vötnum ásamt því að auka verðmæti veiði úr þeim. Stjórn Fiskræktarsjóðs hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög nr. 72/2008 og tekur ákvarðanir um úthlutanir. Skipunartími fjögur ár í senn.
Stjórnin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Hermann Brynjarsson, skipaður formaður án tilnefningar
Ólafur Þór Þórarinsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
Drífa Hjartardóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga
Brynja Gunnarsdóttir, tilnefnd af Landssambandi stangaveiðifélaga
Varamenn:
Guðrún Una Jónsdóttir, skipuð varaformaður án tilnefningar
Jón Helgi Björnsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga
Jón Þór Ólason, tilnefndur af Landssambandi stangaveiðifélaga.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.