Fjármálastöðugleikaráð
Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Ráðið starfar samkvæmt lögum um fjármálastöðugleikaráð.
Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.
Í fjármálastöðugleikaráði sitja ráðherra, og er hann formaður ráðsins og seðlabankastjóri. Formaður kallar ráðið saman til fundar þrisvar sinnum á ári en oftar sé talin þörf á. Fjármálastöðugleikaráð setur sér starfsreglur og heldur gerðabók á fundum sínum.
Seðlabanki Íslands veitir ráðinu þær upplýsingar sem ráðið óskar eftir til að sinna hlutverki sínu. Umsýsla vegna fjármálastöðugleikaráðs og undirbúningur funda þess er á hendi ráðuneytisins
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.