Gæðamat háskóla 2022-2027
Gæðamat háskóla (Icelandic Agency for Quality Assurance) ber ábyrgð á eftirliti með gæðum náms, kennslu og rannsókna við íslenska háskóla, sbr. lög nr. 63/2006 og reglur nr. 1165/2024. Hlutverk Gæðamats háskóla er að móta aðferðafræði fyrir ytra gæðamat og koma með tillögur til ráðherra. Í þessu felst meðal annars að móta staðla fyrir gæðakerfi og að endurskoða viðmið fyrir umsóknir um viðurkenningu háskóla sbr. reglur nr. 1067/2006.
Meðal helstu hlutverka Gæðamats háskóla er að móta rammaáætlun um eflingu gæða í íslenskum háskólum og þróa hana í takt við breytingar sem verða á háskólakerfinu, bæði innan lands og utan. Það gerir tillögu til ráðherra um áætlun um ytra gæðaeftirlit með námi, kennslu og rannsóknum sbr. reglur nr. 1165/2024. Það framkvæmir reglubundnar stofnunarúttektir í því markmiði að tryggja að háskólar á Íslandi sinni innra gæðamati og vinni að umbótum á allri starfsemi sinni. Það stuðlar að aukinni þekkingu á sviði gæðamála og eflir gæðavitund í háskólastarfi og annast aðrar úttektir að beiðni íslenskra yfirvalda eða annarra hagaðila.
Gæðamat háskóla upplýsir ráðherra og háskóla um niðurstöður ytra gæðaeftirlits og gerir allar niðurstöður gæðamats opinberar.
Ráð Gæðamats háskóla er þannig skipað:
- Prof. Crichton Lang, formaður, án tilnefningar,
- Prof. Riitta Pyykkö, án tilnefningar,
- Prof. Elsa Núñez, án tilnefningar,
- Pro. Jean-Marc Rapp, án tilnefningar,
- Prof. Andrea Nolan, án tilnefningar,
- Liv Teresa Muth, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta.