Aðgerðahópur um víðtækar aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum
Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní 2024 og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins er lúta að heilbrigði og vellíðan barna. Með aðgerðunum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Um er að ræða tveggja ára verkefni til þess að innleiða aðgerðirnar með reglubundinni eftirfylgni og árangursmælingum.
Aðgerðahópurinn er þannig skipaður:
Aðalmenn:
- Hlín Sæþórsdóttir, formaður, án tilnefningar
- Drífa Jónasdóttir, samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
- Kjartan Jón Bjarnason, samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Anna Lára Pálsdóttir, samkvæmt tilnefningu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
- Funi Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Barna- og fjölskyldustofu
- Guðrún Halla Jónsdóttir, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Kári Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Elín Birna Skarphéðinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Sigurður Sigurðsson, samkvæmt tilnefningu Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra
- Eygló Þóra Harðardóttir, samkvæmt tilnefningu embættis ríkislögreglustjóra
- Þóra Jónasdóttir, samkvæmt tilnefningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
- Skarphéðinn Aðalsteinsson, samkvæmt tilnefningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra
- Hanna Dóra Hólm Másdóttir, samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis
Varamenn:
- Victor Berg Guðmundsson, án tilnefningar
- Anna María Káradóttir, samkvæmt tilnefningu heilbrigðisráðuneytis
- Rán Þórisdóttir samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
- Ingimar Guðmundsson samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Kristín Björk Jóhannsdóttir, samkvæmt tilnefningu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
- Snjólaug Birgisdóttir, samkvæmt tilnefningu Barna- og fjölskyldustofu
- Helgi Eiríksson, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Hulda Björk Finnsdóttir, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar
- Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, samkvæmt tilnefningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Dagbjört Harðardóttir, samkvæmt tilnefningu Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra
- Finnbogi Jónasson, samkvæmt tilnefningu embættis ríkislögreglustjóra
- Marta Kristín Hreiðarsdóttir, samkvæmt tilnefningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
- Páley Borgþórsdóttir, samkvæmt tilnefningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra
- Elmar Björnsson, samkvæmt tilnefningu innviðaráðuneytis
Starfsmaður hópsins er Margrét Gauja Magnúsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneyti (margret.gauja.magnusdottir hjá mrn.is).
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.