Samstarfshópur ráðuneyta um málefni Vísinda- og tækniráðs
Samstarfshópur ráðuneyta um málefni Vísinda- og tækniráðs styður við markmið ráðsins um að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Skipun samstarfshópsins gildir frá 1. maí 2022 til loka árs 2025.
Hlutverk samstarfshóps um málefni Vísinda- og tækniráðs eru eftirfarandi:
- Að vera vettvangur samráðs og samvinnu vegna undirbúnings funda Vísinda- og tækniráðs og um efni fundanna.
- Að vera tengiliður milli ráðsins og starfsnefnda þess og ráðuneyta þeirra ráðherra sem sæti eiga í ráðinu. Þegar unnið er að stefnu og aðgerðaráætlunum skulu tengiliðir miðla upplýsingum frá Vísinda- og tækniráði til ráðuneyta og öfugt.
- Að sinna öðrum þeim verkefnum sem nauðsynleg eru til að starfsemi Vísinda- og tækniráðs gangi vel fyrir sig.
Samstarfshópurinn er þannig skipaður:
Rósa Guðrún Erlingsdóttir, formaður, án tilnefningar
Ásgeir Runólfsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
Snæfríður Arnardóttir, tilnefnd af matvælaráðuneyti
Magnús Júlíusson, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
Una Strand Viðarsdóttir, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
Herdís Helga Schopka, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti
Helga Ágústsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti
Elísabet María Andrésdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og ritari starfsnefnda Vísinda- og tækniráðs, án tilnefningar
Margrét Helga Ögmunsdóttir, formaður vísindanefndar, án tilnefningar
Hilmar Bragi Janusson, formaður tækninefndar, án tilnefningar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.