Hoppa yfir valmynd

Hreindýraráð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipað 9. júlí 2020.
Hreindýraráð starfar samkvæmt 14. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum ásamt síðari breytingum, sbr. lög nr. 100/2000 og nr. 164/2002.

Umhverfisráðherra skipar fjóra menn í hreindýraráð til fjögurra ára í senn. Formaður er skipaður án tilnefningar, Búnaðarsamband Austurlands og Búnaðarsamband Austur- Skaftafellssýslu tilnefna einn fulltrúa hvort og sveitarfélög á veiðisvæði hreindýra einn fulltrúa.

Hlutverk ráðsins er að vera Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra til ráðgjafar um vernd, veiðar og nýtingu hreindýrastofnsins. Fulltrúum Náttúrustofu Austurlands og Náttúrufræðistofnunar Íslands er heimilt að sitja fundi Hreindýraráðs og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Ráðið skal ár hvert gera tillögu til Umhverfisstofnunar um skilgreiningu ágangssvæða hreindýra, árlegan veiðikvóta og skiptingu hans milli veiðisvæða.

Án tilnefningar
Droplaug Ólafsdóttir, formaður

Samkvæmt tilnefningu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Kamma Dögg Gísladóttir

Samkvæmt tilnefningu Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu
Stefán Helgi Helgason

Samkvæmt tilnefningu Búnaðarsambands Austurlands
Aðalsteinn Sigurðarson

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta