Landsnefnd um minni heimsins 2020-2023
Hlutverk nefndarinnar er að kyna Minni heimsins hér á landi, velja mikilvæg gögn á sérstaka landsskrá og vera ráðuneytinu til ráðgjafar stefnumótandi verkefni er varða varðveislu og stafræna miðlun andlegs menningararfs hér á landi.
Landsnefndin er þannig skipuð í nóvember 2020:
Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, formaður,
Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður,
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður,
Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður,
Gunnþóra Halldórsdóttir verkefnisstjóri í Kvikmyndasafni Íslands,
Rúnar Leifsson sérfræðingur er jafnframt ritari nefndarinnar.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.