Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um uppskiptingu fasteignaskrár og þinglýsingarhluta hennar

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp vegna uppskiptingar fasteignaskrár og þinglýsingarhluta hennar, sbr. ákvæði II til bráðabirgða í lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (fasteignaskrá) nr. 36/2022. Starfshópurinn var upphaflega skipaður til 1. apríl 2024 en skipun hefur verið framlengd til ársloka 2024.

Starfshópnum er falið það hlutverk að móta heppilegasta samspil þinglýsingarhluta fasteignaskrár við aðra hluta hennar og þinglýsingabók fasteigna. Starfshópnum er ætlað að leita bestu niðurstöðu með tilliti til þarfa hagsmunaaðila fyrir þjónustu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sýslumönnum.

Starfshópurinn er skipaður sérfræðingum frá innviðaráðuneytinu, sem jafnframt fer með formennsku, dómsmálaráðuneytinu, sýslumanni, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Stafrænu Íslandi.

Starfshópurinn er svo skipaður:

Ólafur Kr. Hjörleifsson, formaður, tilnefnd af innviðaráðuneytinu,

Guðmundur Bjarni Ragnarsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu,

Kristín Þórðardóttir, tilnefnd af sýslumannaráði,

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, tilnefnd af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,

Birna Íris Jónsdóttir, tilnefnd af Stafrænu Íslandi.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta