Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur vegna alþjóðasamnings Evrópuráðsins um samhæfða nálgun í öryggismálum og þjónustu á knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðasamningur Evrópuráðsins um samhæfða nálgun í öryggismálum og þjónustu á knattspurnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum öðlaðist gildi þann 1. febrúar 2023. Samningurinn felur í sér að aðildarlönd skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir samkvæmt ákvæðum hans að því er varðar knattspyrnuleiki eða mót sem knattspyrnufélög atvinnumanna og landslið leika á yfirráðasvæðum þeirra. Að auki er heimilt að beita ákvæðum samningsins um aðrar íþróttir og íþróttaviðburði, þ.m.t. knattspyrnuleiki áhugamanna, einkum við aðstæður þar sem öryggi eða vernd er ógnað. Hlutverk samráðshópsins er að tryggja innleiðingu samningsins og samræmingu innanlands auk þess sem hópurinn geri tillögu til mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra um hvernig ábyrgð gagnvart nefnd Evrópuráðsins (Commettee of the Saint-Denis Convention) verði háttað.

Samráðshópurinn er þannig skipaður:

  • Óskar Þór Ármannsson, formaður, án tilnefningar
  • Drífa Kristín Sigurðardóttir, samkvæmt tilnefningu dómsmálaráðuneytis
  • Hafsteinn Pálsson, samkvæmt tilnefningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
  • Silvia Llorens Izaguirre, samkvæmt tilnefningu Embættis ríkislögreglustjóra
  • Óskar Örn Guðbrandsson, samkvæmt tilnefningu Knattspyrnusambands Íslands

Mælst er til þess að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en 31. desember 2023.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta