Starfshópur um könnun alvarlegra atvika er tengjast börnum
Mennta- og barnamálaráðherra skipar starfshóp um könnun alvarlegra atvika er tengjast börnum.
Hlutverk starfshópsins er að skoða m.t.t. nýrrar framkvæmdaáætlunar í barnavernd 2023-2027, sem nú hefur tekið gildi, með hvaða hætti best er að koma á sjálfstætt starfandi viðbragðshópi sem hefði það hlutverk að kanna alvarleg atvik er tengjast börnum og miðla lærdómi vegna þeirra.
Starfshópurinn er þannig skipaður:
Aðalmenn:
Theódóra Sigurðardóttir, formaður, án tilnefningar,
Páll Ólafsson, skv. tilnefningu Barna- og fjölskyldustofu,
Kjartan Jón Bjarnason, skv. tilnefningu dómsmálaráðuneytis,
Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, skv. tilnefningu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála,
Anna María Káradóttir, skv. tilnefningu heilbrigðisráðuneytis,
Helgi Valberg Jensson, skv. tilnefningu ríkislögreglustjóra.
Varamenn:
Guðrún Þorleifsdóttir, skv. tilnefningu Barna- og fjölskyldustofu,
Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir, skv. tilnefningu dómsmálaráðuneytis,
Eygló Harðardóttir, skv. tilnefningu ríkislögreglustjóra.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.