Verkefnisstjórn um kortlagningu hafsbotnsins umhverfis Ísland
Skipuð af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að vinna að kortlagningu hafsbotnsins umhverfis Ísland. Verkefnið felur í sér kortlagningu hafsbotnsins innan allrar íslensku efnahagslögsögunnar. Íslenska efnahagslögsagan er um 754.000 km² eða rúmlega sjöfalt stærri en sem nemur flatarmáli landsins. Hafsvæðið innan efnahagslögsögunnar, þar sem dýpi er meira en 100 metrar, er alls um 713.000 km². Um 88.000 km² hafa verið kortlagðir með fjölgeisladýptarmælingum. Þannig er einungis búið að kortleggja með fjölgeisladýptarmælingum 12% hafsbotnsins innan efnahagslögsögunnar.
Verkefnisstjórninni er ætlað að annast framkvæmd verkefnisins og hefur m.a. það hlutverk:
að vera þeim er vinna að verkefninu til ráðgjafar og samræma starf þeirra,
að hafa eftirlit með fjárhagslegum þáttum verkefnisins,
að stuðla að víðtæku samstarfi um verkefnið, s.s. með háskólum,
að forgangsraða kortlagningu svæða,
að samræma aðferðir við mælingar og úrvinnslu gagna,
að móta stefnu um gagnamál almennt, form þeirra, öryggi og aðgang að þeim,
að gæta þess að mælitæki og búnaður uppfylli þær kröfur sem verkefnið krefst.
Í verkefnisstjórninni eiga sæti:
- Guðmundur Þórðarson, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun, skipaður formaður
- Ásgrímur L. Ásgrímsson, tilnefndur af Landhelgisgæslu Íslands
- Bryndís G. Róbertsdóttir, tilnefnd af Orkustofnun.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.