Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um framkvæmd aðgerða í úrgangsmálum

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 5. nóvember 2021

Stýrihópnum er ætlað að tryggja framkvæmd heildarstefnu í úrgangsmálum og einstakra aðgerða stefnunnar, efla samvinnu stjórnvalda, haghafa og almennings í málaflokknum, formfesta samstarf þeirra á milli og tryggja virkt samráð, sbr. aðgerð 27 í stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021–2032.

Hlutverk stýrihópsins verður nánar tiltekið að fylgja eftir framkvæmd heildarstefnu í úrgangsmálum auk fyrrgreindra aðgerðaáætlana og eftir atvikum öðrum stefnumarkandi áætlunum í málaflokknum sem ráðherra felur hópnum að fylgja eftir. Hópurinn skal auk þess taka til umfjöllunar álitamál sem tengjast úrgangsmálum og upp kunna að koma, vera vettvangur umræðu um stefnur og strauma í úrgangsmálum og hafa yfirsýn og fylgjast með stöðu úrgangsmála í landinu. Gert er ráð fyrir að hópurinn hafi eftir atvikum samráð við hringrásarteymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Stýrihópurinn skal setja fram ábendingar til ráðherra ef hann telur aðgerðir ekki hljóta fullnægjandi framgang og benda á atriði sem betur mega fara í málaflokknum með hliðsjón af stöðu úrgangsmála, markmiðum Í átt að hringrásarhagkerfi og settum tölulegum markmiðum í málaflokknum. Stýrihópurinn skal í nóvember ár hvert gefa ráðherra skriflega skýrslu um starf hópsins undangengið ár og um stöðu á framkvæmd framangreindrar heildarstefnu í úrgangsmálum og aðgerðaáætlana.

Án tilnefningar
Ágúst Trausti Hermannsson, formaður,

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum, aðalfulltrúi,
Ísak Már Jónsson, sérfræðingur í úrgangsmálum, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu matvælaráðuneytisins
Salome Hallfreðsdóttir, sérfræðingur, aðalfulltrúi,
Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Samband íslenskra sveitarfélaga
Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og úrgangsmála, aðalfulltrúi,
Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Gyða S. Björnsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá SORPU bs., aðalfulltrúi,
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri SORPU bs., varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, aðalfulltrúi,
Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu FENÚR
Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri SORPU bs., aðalfulltrúi,
Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra umhverfisþjónustu hf., varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Sasmtaka atvinnulífsins
Árni Grétar Finnsson, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði, aðalfulltrúi,
Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins
Lárus M.K. Ólafsson, sérfræðingur á sviði umhverfis- og orkumála, aðalfulltrúi,
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Samtaka verslunar og þjónustu
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling ehf., aðalfulltrúi,
Ragna Vala Kjartansdóttir, skrifstofustjóri, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands
Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri, aðalfulltrúi,
Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Neytendasamtakanna
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, aðalfulltrúi,
Breki Karlsson, formaður, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur, aðalfulltrúi,
Ágústa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, varafulltrúi,

Lára Kristín Traustadóttir og Guðmundur B. Ingvarsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu verða starfsmenn stýrihópsins.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta