Ofanflóðanefnd
Skipuð 30. október 2020.
Nefndin starfar samkvæmt 9. gr. laga nr. 49/1997, ásamt síðari breytingum, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórnar, um varnarvirki fyrir hættusvæði sem þegar hafa verið byggð samkvæmt aðalskipulagi og um kaup eða flutning húseigna í stað þess að reisa varnarvirki eða beita öðrum varnaraðgerðum, skv. 10. og 11. gr. laganna svo og að ráðstafa fé úr ofanflóðasjóði skv. 13. gr. laganna.
Nefndin er skipuð fjögurra ára í senn og í henni eiga sæti 3 fulltrúar. Formaður nefndarinnar skal skipaður án tilnefningar, einn tilnefndur af samgöngu- og sveitastjórnaráðherra og einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Skipuð án tilnefningar
Elías Pétursson, formaður
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, varaformaður
Samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Ísólfur Gylfi Pálmason
Ásta Björg Pálmadóttir, til vara
Samkvæmt tilnefningu Sambands ísl. sveitarfélaga
Karl Björnsson
Ásta Stefánsdóttir, til vara
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.