Hoppa yfir valmynd

Örorkunefnd

Dómsmálaráðuneytið
Örorkunefnd, sem skipuð er þremur mönnum og þremur varamönnum, starfar á grundvelli 10. gr. skaðabótalaga nr. 50, 1993.

Meginverkefni nefndarinnar er eftirfarandi:
Þegar fyrir liggur sérfræðilegt álit um örorku- og/eða miskastig tjónþola, eða læknisfræðilega þætti samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laganna sem meta þarf til að uppgjör bóta samkvæmt lögum þessum geti farið fram, getur hvor um sig, tjónþoli eða sá sem krafinn er bóta, borið álitið undir örorkunefnd. Heimilt er að óska álits örorkunefndar um ákvörðun örorku- og/eða miskastigs, án þess að fyrir liggi sérfræðilegt álit, ef málsaðilar standa sameiginlega að slíkri beiðni.
Annað verkefni nefndarinnar er: Að semja töflur um miskastig. Nefndin samdi töflu um miskastig árið 1994. Sú tafla var endurskoðuð árið 2006 og árið 2019. Sjá miskabótatöflu hér.

Áskilið er í lögunum að formaðurinn skuli vera lögfræðingur er fullnægi skilyrðum til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara. Tveir nefndarmanna skulu vera læknar.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Sveinn Sveinsson, hæstaréttarlögmaður er formaður nefndarinnar,
  • Stefán Yngvason, læknir,
  • Magnús Ólason, læknir.
Varamenn eru:
  • Brynjólfur Árni Mogensen, læknir
  • Hildur Thors, læknir.

Erindum til örorkunefndar skal beina til skrifstofu formannsins að Ármúla 21, 108 Reykjavík.
Símanúmer er 568 1171 og faxnúmer 533 4041.

Dómsmálaráðuneytið hefur sett reglugerð um starfshætti örorkunefndar, sem er nr. 335/1993 með síðari breytingu. Í þessum reglum er að finna hvaða gjald skal greiða fyrir álit nefndarinnar, en gjaldskránni var síðast breytt með reglugerð nr. 338/2005.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta