Hoppa yfir valmynd

Stjórn doktorsnemasjóðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til styrktar rannsóknum á samspili landnýtingar og loftslags

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipuð 4. júní 2021.
Stjórn doktorsnemasjóðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til styrktar rannsóknum á samspili landnýtingar og loftslags. Stjórnin er skipuð til næstu þriggja ára.

Doktorsnemasjóðurinn er opinn samkeppnissjóður sem starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003 með áorðnum breytingum. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í doktorsnámi á sviði náttúruvísinda. Sjóðurinn veitir styrki samkvæmt almennum áherslum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni einstaklinganna sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Stjórn sjóðsins samþykkir úthlutunarreglur og leiðbeiningar og tekur ákvarðanir um fjárveitingar úr sjóðunum að fengnum umsögnum fagráða.

Almennar upplýsingar og reglur fyrir sjóðinn er að finna í handbók sjóðsins á heimasíðu Rannís 

Stjórnin er þannig skipuð:

Herdís Helga Schopka, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Björn Helgi Barkarson, varamaður formanns, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Árni Bragason, landgræðslustjóri
Þórunn Wolfram, sviðsstjóri, til vara,

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri, til vara,

Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri 
Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri, til vara.



Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta