Reikningsskilaráð 2021-2025
Reikningsskilaráð er skipað af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til fjögurra ára í senn skv. 118. gr. laga nr. 3/2006 og skal stuðla að mótun settra reikningsskilareglna með útgáfu og kynningu samræmdra reglna sem farið skal eftir við gerð reikningsskila. Ráðið skal gefa álit á því hvað teljast settar reikningsskilareglur á hverjum tíma. Birta skal reglur reikningsskilaráðs í B-deild Stjórnartíðinda. Ráðið skal starfa í nánu samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og hagsmunaaðila. Það getur einnig verið stjórnvöldum til ráðuneytis um ákvæði sem sett eru í lögum eða reglugerðum um reikningsskil.
Í ráðinu eiga sæti:
- Jóhanna Áskels Jónsdóttir, formaður, tilnefnd af ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra
- Elín Hanna Pétursdóttir, endurskoðandi, skipuð án tilnefningar
- Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi, tilnefnd af Viðskiptaráði Íslands
- Sigurjón Geirsson, endurskoðandi, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins
- Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðandi, tilnefndur af Félagi löggiltra endurskoðenda.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.