Samráðshópur um málefni Hljóðbókasafns Íslands 2018-2022
Samráðshópur um málefni Hljóðbókasafns Íslands starfar skv. ákvæði 17. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012. Samráðshópurinn er forstöðumanni Hljóðbókasafns Íslands til samráðs og ráðgjafar um stefnu safnsins og önnur málefni sem varðar starfsemi þess og situr forstöðumaðurinn fundi hópsins með málfrelsi og tillögurétt.
Samráðshópurinn er þannig skipaður:
- Kristinn Halldór Einarsson formaður, tilnefndur af Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskerta á Íslandi,
- Sigrún Huld Auðunsdóttir varaformaður, tilnefnd af Félagi íslenskra sérkennara,
- Snævar Ívarsson tilnefndur af Félagi lesblindra á Íslandi,
- Andrea Dan Árnadóttir tilnefnd af Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða,
- Halldór Sævar Guðbergsson tilnefndur af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Varamenn eru:
- Arnheiður Björnsdóttir tilnefnd af Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskerta á Íslandi,
- Jónína Rós Guðmundsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra sérkennara,
- Ásta Guðrún Sveinsdóttir tilnefnd af Félagi lesblindra á Íslandi,
- Helgi Sigurbjörnsson tilnefndur af Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða,
- Ásdís Þórðardóttir tilnefnd af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.