Hoppa yfir valmynd

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra starfar á grundvelli 4. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, en samkvæmt greininni skipar ráðherra fimm manna samstarfsnefnd um málefni aldraðra eftir hverjar almennar alþingiskosningar.

Samkvæmt 5. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með þeirri breytingu á lögunum sem gerð var í desember 2013, eru verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.

Aðalmenn

  • Guðrún Ágústsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Birna Sigurðardóttir, án tilnefningar
  • Lilja Einarsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Sigurður Sigfússon, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Margrét Halldórsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara.
     
     

Varamenn

  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir, án tilnefningar, varamaður formanns
  • Ágúst Þór Sigurðsson, án tilnefningar
  • Baldur Pálsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Ingibjörg H. Sverrisdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara.
     
     

Samstarfsnefndin er skipuð af félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 30. mars 2022 til næstu alþingiskosninga.

 

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta