Hoppa yfir valmynd

Flóttamannanefnd

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samkvæmt 9. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, sem tóku gildi þann 1. janúar 2017, skipar félags- og vinnumarkaðsráðherra Flóttamannanefnd til fimm ára í senn.

Hlutverk Flóttamannanefndar er m.a. að leggja til við ríkisstjórn heildarstefnu og skipulag móttöku flóttamannahópa skv. 43. gr., hafa yfirumsjón með móttöku hópa flóttafólks og veita stjórnvöldum umsögn um einstök tilvik eftir því sem óskað er. Flóttamannanefnd starfar í samvinnu og samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Flóttamannanefnd skal árlega gera ríkisstjórninni grein fyrir störfum sínum og leggur ráðuneyti félagsmála nefndinni til starfsmann. Félags- og vinnumarkaðsráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um störf Flóttamannanefndar og getur falið nefndinni önnur verkefni sem varða málefni flóttamanna en greinir í ákvæði þessu.

Flóttamannanefndna skipa

  • Gerður Gestsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Gunnlaugur Geirsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti
  • Anna Hjartardóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneyti

Varamenn

  • Árni Matthíasson, án tilnefningar, varaformaður
  • Ólöf María Vigfúsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti
  • Katrín Einarsdóttir, tilnefnd af utanríkisráðuneyti

Áheyrnarfulltrúar

  • Nína Helgadóttir, tilnefnd af Rauða krossinum á Íslandi
  • Þórður Kristjánsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Íris Kristinsdóttir, tilnefnd af Útlendingastofnun 

Varamenn áheyrnarfulltrúa

  • Jón Brynjar Birgisson, tilnefndur af Rauða krossinum á Íslandi
  • María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Árni Páll Jónsson, tilnefndur af Útlendingastofnun

Starfsmaður

  • Ásta Margrét Sigurðardóttir

Nefndin er skipuð af félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 3. október 2022 til 30. september 2027. 

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta