Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um einingahús

Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf er kveðið á um að í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eigi Ísland að taka vel á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru í hættu og eiga rétt á að komast í skjól.

Fjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi hefur farið vaxandi síðustu tvö ár og er nauðsynlegt að bregðast við þeirri aukningu, ekki síst í ljósi þess að framboð á leiguhúsnæði hefur farið minnkandi undanfarin misseri. Einn þáttur í slíkri aðgerð er að hefja undirbúning að því að reisa sérstök einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Starfshópurinn hefur það hlutverk m.a. að:

  • Kortleggja mögulegar lóðir fyrir uppbyggingu nýrra einingahúsa fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Greiningin skal ná til allra sveitarfélaga landsins þar sem íbúar eru 8.000 eða fleiri.
  • Skilgreina kröfur til einingahúsa fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
  • Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist því að reisa einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
  • Leggja fram tillögur að lóðum til verkefnisins.

Starfshópinn skipa: 

  • Þóra Steina Jónsdóttir, formaður, án tilnefningar
  • Ásta Margrét Sigurðardóttir, án tilnefningar.
  • Valdís Ösp Árnadóttir, tilnefnd af innviðaráðuneytinu.
  • Íris Halla Guðmundsdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun.
  • Ólafur Árnason, tilnefndur af Skipulagsstofnun.
  • Jón Örn Gunnarsson, tilnefndur af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
  • Valgerður Rún Benediktsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum af hálfu ráðuneytisins.

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum