Starfshópur um einingahús
Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf er kveðið á um að í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eigi Ísland að taka vel á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru í hættu og eiga rétt á að komast í skjól.
Fjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi hefur farið vaxandi síðustu tvö ár og er nauðsynlegt að bregðast við þeirri aukningu, ekki síst í ljósi þess að framboð á leiguhúsnæði hefur farið minnkandi undanfarin misseri. Einn þáttur í slíkri aðgerð er að hefja undirbúning að því að reisa sérstök einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Starfshópurinn hefur það hlutverk m.a. að:
- Kortleggja mögulegar lóðir fyrir uppbyggingu nýrra einingahúsa fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Greiningin skal ná til allra sveitarfélaga landsins þar sem íbúar eru 8.000 eða fleiri.
- Skilgreina kröfur til einingahúsa fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
- Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist því að reisa einingahús fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
- Leggja fram tillögur að lóðum til verkefnisins.
Starfshópinn skipa:
- Þóra Steina Jónsdóttir, formaður, án tilnefningar
- Ásta Margrét Sigurðardóttir, án tilnefningar.
- Valdís Ösp Árnadóttir, tilnefnd af innviðaráðuneytinu.
- Íris Halla Guðmundsdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun.
- Ólafur Árnason, tilnefndur af Skipulagsstofnun.
- Jón Örn Gunnarsson, tilnefndur af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
- Valgerður Rún Benediktsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ekki er greitt sérstaklega fyrir setu í starfshópnum af hálfu ráðuneytisins.
Miðað var við að starfshópurinn myndi skila skýrslu til ráðherra eigi síðar en 30. júní 2024 en hópurinn var enn að störfum þegar starfsstjórn tók við.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.