Samvinnunefnd um málefni norðurslóða
Skipuð 31. maí 2021
Hlutverk nefndarinnar er skv. lögum nr. 81/1997, um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, að leitast við að treysta og efla samstarf hlutaðeigandi aðila um rannsóknir á norðurslóðum og málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, sbr. nánar 2. mgr. 5. gr. áðurnefndra laga og reglugerð nr. 554/2005 um samvinnunefnd um málefni norðurslóða.
Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn og eiga 11 fulltrúar sæti í nefndinni. Tveir skulu skipaðir án tilnefningar, bæði formaður og varaformaður og eftirtaldar stofnanir skulu tilnefna einn fulltrúa hver: Hafrannsóknarstofnun, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknarráð Íslands, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.
Án tilnefningar
Embla Eir Oddsdóttir, formaður
Stefán Einarsson, varaformaður
Samkvæmt tilnefningu Rannsóknarráðs Íslands
Egill Þór Níelsson
Samkv. tilnefningu Hafrannsóknastofnunar
Sólveig R. Ólafsdóttir
Samkv. tilnefningu Háskólans á Akureyri
Gunnar Már Gunnarsson
Samkvæmt tilnefningu Háskóla Íslands
Brynhildur Davíðsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Sigurrós Friðriksdóttir
Samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands
Starri Heiðmarsson
Samkvæmt tilnefningu Landbúnaðarháskóla Íslands
Hlynur Óskarsson
Samkvæmt tilnefningu Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
Catherine Chambers
Samkvæmt tilnefningu Veðurstofu Íslands
Jórunn Harðardóttir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.