Hoppa yfir valmynd
31.10.2023 11:22 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Harpa spilar með tónlistarlífi þjóðarinnar

Á und­an­förn­um árum hef­ur margt áunn­ist til að styrkja veru­lega um­gjörð tón­list­ar­lífs­ins í land­inu. Tónlist er ekki ein­ung­is veg­leg­ur hluti af menn­ingu lands­ins, hún er einnig at­vinnu­skap­andi og mik­il­væg út­flutn­ings­grein þar sem tón­list­ar­verk­efni geta skapað mörg af­leidd störf.

Ný tón­list­ar­stefna var samþykkt á síðasta þingi með það að mark­miði að styðja við tónlist sem list­grein, tón­listar­fólk og aðra sem starfa við tónlist. Tón­list­ar­lífið hér­lend­is er und­ir­byggt af metnaðarfullu tón­list­ar­námi um allt land, sam­starfi og þori til þess að fara ótroðnar slóðir. Þess­um mikla krafti finn­ur maður sér­stak­lega fyr­ir í grasrót tón­list­ar­lífs­ins, sem er óþrjót­andi upp­spretta frumsköp­un­ar í tónlist. Hluti af um­gjörð menn­ing­ar­mála í land­inu snýr að aðstöðu til tón­list­ariðkun­ar og aðgengi að slíkri aðstöðu. Eitt mark­miða í tón­list­ar­stefn­unni er að hús­næði til tón­list­ariðkun­ar verði greint og kort­lagt, t.d. hvaða hús­næði í eigu hins op­in­bera, t.d. menn­ing­ar­hús eða fé­lags­heim­ili um allt land, væri hægt að nýta und­ir sköp­un, hljóðrit­un eða flutn­ing tón­list­ar.

Eitt okk­ar helsta tón­list­ar­hús, Harpa, starfar í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem m.a. er lögð áhersla á menn­ing­ar­legt hlut­verk Hörpu og það mark­mið eig­enda að með rekstri henn­ar sé stuðlað að efl­ingu ís­lensks tón­list­ar- og menn­ing­ar­lífs. Í sam­ræmi við eig­enda­stefn­una hef­ur Harpa mótað sér dag­skrár­stefnu sem miðar að því að auka fjöl­breytni tón­leika­halds, styðja við ný­sköp­un í tónlist og auðvelda aðgengi ungs tón­listar­fólks úr gras­rót­inni, þvert á tón­list­ar­stefn­ur, að Hörpu sem tón­list­ar­húsi allra lands­manna.

Liður í þessu er t.a.m. sam­starf Hörpu, Tón­list­ar­borg­ar­inn­ar Reykja­vík­ur og Rás­ar 2 um sér­staka tón­leikaröð til­einkaða grasrót ís­lenskr­ar tón­list­ar, þvert á stefn­ur, sem kall­ast Upp­rás­in og fer fram í Kaldalóni. Aug­lýst var eft­ir um­sókn­um um þátt­töku í tón­leikaröðinni sl. vor og bár­ust alls 134 um­sókn­ir. Fjöldi og gæði um­sókna fór fram úr von­um aðstand­enda verk­efn­is­ins. Úr varð að 88 ung­ir ein­stak­ling­ar munu koma fram á tón­leikaröðinni, á mánaðarleg­um tón­leik­um fram á vor þar sem flutt­ar verða fjöl­breytt­ar teg­und­ir tón­list­ar.

Harpa legg­ur til sal­inn Kaldalón auk tækja og vinnu í tengsl­um við tón­leik­ana. Tón­list­ar­borg­in trygg­ir að flytj­end­ur fái greitt fyr­ir að koma fram. Rás 2 ann­ast kynn­ing­ar­starf fyr­ir tón­listar­fólkið og tek­ur tón­leik­ana upp. Miðaverði er stillt í hóf en tón­leika­gest­ir eru hvatt­ir til að styrkja tón­listar­fólkið með frjálsu viðbótar­fram­lagi. Það skipt­ir ungt tón­listar­fólk máli að fá tæki­færi líkt og þetta til þess að koma tónlist sinni á fram­færi í glæsi­legri aðstöðu líkt og Harpa hef­ur upp á að bjóða. Hér er aðeins um eina góða dæmi­sögu að ræða af mörg­um um þá miklu gerj­un sem á sér stað í menn­ing­ar­lífi þjóðar­inn­ar, en þær eru mý­marg­ar sem er fagnaðarefni fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta