Gagnvegir góðir – formennska Íslands 2019
Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Yfirskrift formennskuársins er „Gagnvegir góðir“, sem vísar til vináttu Norðurlandanna sem birtist í öflugu samstarfi en gagnvegir liggja líka út í heim þar sem Norðurlöndin kynna sig sameiginlega og leggja sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs. Áherslumál Íslands á formennskuárinu eru þrjú: Ungt fólk, sjálfbær ferðamennska og málefni hafsins. - Nánar um formennskuárið ...

Ungt fólk
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlönd eigi að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni.

Sjálfbær ferðaþjónusta
Samspilið milli náttúru, menningar og sögu ásamt fjárfestingu í innviðum hefur skapað mikinn vöxt í ferðaþjónustunni.

Hafið
Hafið leggur grunn að velferð og gildum og gegnir miklu hlutverki í náttúru, menningu og viðskiptum um öll Norðurlönd.
Fréttir
VILTU FRÆÐAST UM ...
Formennska Íslands 2019
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.