Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2016 Matvælaráðuneytið

Fundur norrænna atvinnu-, orku- og byggðamálaráðherra

Ragnheiður Elín og Olli Rehn
Ragnheiður Elín og Olli Rehn

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sótti í þessari viku fund norrænna ráðherra atvinnu-, byggða- og orkumála í Helsinki. Formennska í Norrænu ráðherranefndinni hefur verið í höndum Finna á þessu ári og stýrði Olli Rehn atvinnuvega- og viðskiptaráðherra Finnlands fundinum. Noregur mun fara með formennskuna á árinu 2017. 

Á vettvangi atvinnumála og byggðamála ræddu ráðherrarnir mikilvægi norræns samstarfs í þeim hröðu umbreytingum og alþjóðlegu tækifærum og áskorunum sem tæknibreytingar nútímans leiða af sér. Ráðherrarnir voru sammála um að stefna beri að því að Norðurlöndin verði alþjóðleg miðstöð nýsköpunar og laði að sér alþjóðlega fjárfesta og frumkvöðla. Þá voru ræddar alþjóðlegar áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu og voru ráherrarnir jákvæðir fyrir auknu samstarfi á því sviði eftir því sem hagsmunir henta hverju sinni.

Nú stendur yfir allsherjar endurskoðun á norrænu orkusamstarfi og voru ráðherrarnir sammála um að gera samstarf ríkjanna enn markvissara en áður á þessu sviði. Því væri nauðsynlegt að setja fram aðgerðaáætlun til tíu ára til að draga fram framlag Norðurlandanna m.a. varðandi aukna nýtingu umhverfisvænna orkugjafa í takti við áherslur í  loftslagssamningi SÞ sem undirritaður var í París í desember 2015.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta