Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra verður samstarfsráðherra Norðurlanda

Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra.

Kristjan_Thor_Juliusson
Kristjan_Thor_Juliusson

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að skipa Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra í embætti samstarfsráðherra Norðurlanda.
Saman fara samstarfsráðherrar hverrar þjóðar með stjórn norræna ríkisstjórnarsamstarfsins og taka stefnumótandi ákvarðanir.
Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971. Markmiðið með norrænu samstarfi er annars vegar að gera Norðurlöndin aðlaðandi til búsetu, atvinnu og fyrirtækjarekstur og hins vegar að efla norrænu ríkin á alþjóðavettvangi. Samstarfið er fjölþætt, meðal annars á sviði rannsókna, umhverfismála, velferðar og menningar.

Fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda hittast í ráðherranefndinni og móta meðal annars norræna samninga og sáttmála. Á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar starfa tíu nefndir fagráðherra, sem hittast reglulega og ræða sameiginleg málefni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta