Utanríkisráðherra ræðir fríverslun og Brexit í Færeyjum
Ráðherrarnir ræddu samskipti landanna, einkum stöðu Hoyvíkursamningsins og hvernig greiða megi enn frekar fyrir viðskiptum milli landanna. Færeysku ráðherrarnir tóku upp fiskveiðimál og munu sjávarútvegsráðherrar þjóðanna halda áfram samræðum um þau. Þá var rædd samvinna Íslands og Færeyja á norrænum og alþjóðlegum vettvangi og um möguleg áhrif fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr ESB.
Guðlaugur Þór tók einnig upp mál hreyfihamlaðs manns, Bergs Þorra Benjamínssonar, formanns Sjálfsbjargar, en færeyskt flugfélag tilkynnti honum fyrir skömmu að hann gæti ekki flogið til Færeyja án aðstoðarmanns.