Hoppa yfir valmynd
27. júní 2017 Dómsmálaráðuneytið

Sótti fund norrænna dómsmálaráðherra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ásamt norska dómsmálaráðherranum, Per-Willy Amundsen, Morgan Johansson, sænska dómsmálaráðherranum, og Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. - mynd


Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sækir um þessar mundir fund norrænna dómsmálaráðherra í Harstad í Noregi en fundurinn er haldinn árlega af Norrænu ráðherranefndinni. Einnig taka þátt í fundinum Per-Willy Amundsen, dómsmálaráðherra Noregs, og Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar.

Margvísleg málefni voru til umræðu á fundinum, m.a. baráttan gegn hryðjuverkum og skipulagðri brotastarfsemi en fundurinn samþykkti yfirlýsingu um samstöðu Norðurlandanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þá voru einnig ræddar aðgerðir í heimilisofbeldismálum og hugmyndir Norðmanna um rafrænt eftirlit í nálgunarbannsmálum. Ærumeiðingalöggjöf Norðurlandanna bar einnig á góma ásamt áherslum Dana í formennskutíð sinni í Evrópuráðinu. Einnig var farið yfir skýrslu Finna um viðhorf til refsinga af hálfu almennings og dómara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta