Ríkisstjórnin veitir Norræna húsinu 10 milljóna króna styrk í endurbætur
Fjárframlagið verður nýtt til að byggja lágreistan hvítan múrvegg sem snúa mundi að Sæmundargötu. Áætlað er að veggurinn verði tilbúinn fyrir afmælisdag hússins sem er 24. ágúst n.k.
Norræna húsið var opnað 1968 og hefur verið lifandi miðstöð norrænnar samvinnu og menningar á Íslandi allar götu síðan. Í tilefni afmælisins hefur verið ráðist í margvíslegar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og hefur Norræna ráðherranefndin, Norræna húsið sjálft og Reykjavíkurborg staðið straum af kostnaði vegna þess. Þess má geta að Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni um næstu áramót og gegnir henni árið 2019.