Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Norðurlöndin knýja á um alþjóðlegan plastsamning

Frá fundi norrænu umhverfisráðherranna í Reykjavík í morgun.  - mynd

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna kalla í sameiginlegri yfirlýsingu eftir nýjum alþjóðlegum samningi til að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsingin var samþykkt á fundi ráðherranna sem haldinn var í Reykjavík í dag.

Plastmengun í hafi er hnattrænn umhverfisvandi sem ógnar lífi og vistkerfum Jarðar. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna leggja áherslu á að vandinn sé í eðli sínu hnattrænn og ekkert eitt ríki geti leyst hann upp á sitt einsdæmi. Það þurfi sterkari aðgerðir á heimsvísu til að árangur geti náðst.

Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.

„Norðurlöndin vilja setja markið hátt og vera leiðandi við að draga úr umhverfisáhrifum vegna plasts. Með yfirlýsingunni í dag styrkjum við stöðu okkar sem leiðandi afl á alþjóðavísu við að takast á við þetta brýna úrlausnarefni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Í yfirlýsingunni er Norræna ráðherranefndin beðin um að láta kanna hvaða tilteknu þætti ætti að taka með í alþjóðlegu samkomulagi gegn plastmengun í hafi, komi til þess. Niðurstöður vinnunnar verða meðal annars lagðar fyrir sérfræðihóp sem nú er að störfum á vegum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og fjallar um plastmengun og eflingu alþjóðlegra stjórnkerfa tengt henni.

Fundur norrænu umhverfisráðherranna fór fram í Reykjavík þar sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019.

Yfirlýsing norrænu umhverfisráðherranna 

Frá vinstri: Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Ola Elvestuen loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Kimmo Tiilikainen húsnæðis-, orkumála- og umhverfisráðherra Finnlands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra,  Jakob Ellemann-Jensen umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur, Karen Motzfeldt fulltrúi Grænlands á fundinum og Lars Ronnås loftslagssendiherra Svíþjóðar.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 12 Ábyrg neysla
Heimsmarkmið Sþ: 14 Líf í vatni
Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi
Heimsmarkmið Sþ: 17 Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta