Hoppa yfir valmynd
3. september 2019 Dómsmálaráðuneytið

Norrænir dómsmálaráðherrar hittust í Reykjavík

Dómsmálaráðherrar hittust í Reykjavík. Frá vinstri: Morgan Johansson, Jøran Kallmyr, Martha Abelsen, Nick Hækkerup og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. - mynd

Dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók á móti dómsmálaráðherrum Norðurlandanna í Reykjavík í gær þar sem fram fór fundur undir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðherrarnir ræddu meðal annars samvinnu í baráttunni gegn spillingu og peningaþvætti ásamt uppgangi öfgahreyfinga á Norðurlöndunum. Þá voru einnig ræddar aðgerðir gegn kynferðisbrotum gegn börnum á internetinu og frekari samvinna Norðurlandanna á því sviði.

Þá vakti Þórdís Kolbrún sérstaka athygli á því að efnt verður til alþjóðlegrar ráðstefnu 17.-19. september næstkomandi í Hörpu þar sem fjallað verður um áhrif MeToo-hreyfingarinnar undir slagorðinu „MeToo moving forward“ en Ísland leggur mikla áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi á formennskuári sínu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá verði einnig efnt til ráðstefnu 5.-6. desember næstkomandi í Reykjavík um stafræna brotastarfsemi með áherslu á kynferðisbrot gegn börnum á internetinu.

Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi norræns samstarfs til að stemma stigu við glæpastarfsemi ýmis konar og telja árangur hafa náðst með samvinnu undanfarinna ára. Brýnt sé að halda samstarfinu áfram. Næsti ráðherrafundur dómsmálaráðherra verður haldin í Danmörku að ári.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta