Hoppa yfir valmynd
7. október 2019 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Sigurður Ingi fundaði með forseta og varaforseta Norðurlandaráðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherrra, fundaði í dag með forseta og varaforseta Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, fundaði í dag með Hans Wallmark, forseta Norðurlandaráðs og Gunillu Carlsson, varaforseta ráðsins. Á fundinum var rætt um fjárveitingar til norræns samstarfs árið 2020 innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar en venju samkvæmt hefur Norðurlandaráð áhrif á þær á ári hverju.

Einnig var rætt um nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar sem samþykkt var á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í ágúst sl. en hún kveður á um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030.

Ísland gegnir í ár formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Á formennskuárinu hefur verið lögð áhersla á málefni ungs fólks, sjálfbæra ferðaþjónustu og málefni hafsins, auk þess sem loftslagsmálin voru sett í öndvegi í stefnumótun um nýja framtíðarsýn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta