Hoppa yfir valmynd
11. desember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla

Norrænt málþing um menntun fyrir alla og lýðræði í skólastarfi fór fram í Reykjavík á dögunum þar sem meginviðfangsefnin var virk þátttaka ungmenna, jafnrétti og efling lýðræðisvitundar í menntakerfinu og hvernig styrkja megi samstarf Norðurlandanna á þeim sviðum. Málþingið var hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og var skipulagt í samstarfi við norrænt tengslanet um lýðræði, inngildingu og öryggi sem ráðherranefndin setti á laggirnar. Meginmarkmið þess er að koma í veg fyrir uppgang öfgahyggju með því að efla jákvæðan skólabrag, lýðræði og öryggi í skólum fyrir alla.

„Það er sameiginleg áskorun okkar að tryggja sem best jafnrétti í skólum og jafnt aðgengi að menntun og þar með tækifærum í okkar samfélagi. Í því tilliti er mikilvægt að við séum öll góðir hlustendur – óháð aldri, stétt og stöðu – og rýnum upplýsingar til gagns. Það á ekki síst við um stefnumótun og áherslur í skólastarfi. Þar verðum við að muna eftir því að spyrja sérfræðingana sem eru mikilvægustu hagsmunaaðilarnir í menntakerfinu, nemendurna. Ég hvet ykkur unga fólkið til að láta ykkar rödd heyrast, sem oftast og víðast – taka virkan þátt í þjóðmálaumræðunni og láta ykkur málin varða. Þannig byggjum við betri samfélög til framtíðar,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem ávarpaði málþingið.

Málþingið sátu fulltrúar ungmenna á Norðurlöndunum og þátttakendur frá menntamálaráðuneytum allra Norðurlanda, menntamálastofnunum og aðilum úr menntakerfinu auk fulltrúa frá Norrænu ráðherranefndinni.

  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 2
  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 3
  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 4
  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 5
  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 6
  • Málþing um lýðræði í skólastarfi og menntun fyrir alla  - mynd úr myndasafni númer 7

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta