Hoppa yfir valmynd
4. júní 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnumálaráðherrar Norðurlandanna funda um framtíð vinnumarkaðarins

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sat í vikunni fund með vinnumálaráðherrum Norðurlandanna og aðilum vinnumarkaðarins þar sem græn umskipti, áskoranir framundan og framtíð vinnumarkaðarins á Norðurlöndum var á dagskrá.

Félags- og barnamálaráðherra sagði á fundinum að ekki væri ástæða til að óttast breytingar.

„Nú er það undir okkur stjórnmálafólkinu komið að taka markvisst á þeim áskorunum sem fylgja tækniþróun og grænum umskiptum. Við verðum að vinna gegn ójafnræði og þekkingargjám og þurfum að spyrja okkur að því hvernig við leysum þetta saman,“ sagði ráðherra á fundinum.

Ítarlega frétt um fundinn má lesa á vef Norrænu ráðherranefndarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta