Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022 kynntar
Gróðursetning á marhálmi í Danmörku, endurheimt á framræstu votlendi á Íslandi og elsta UNESCO-lífhvolf sem enn er til í Svíþjóð eru meðal tilnefninga til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.
Alls eru sex verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni. Þema verðlaunanna í ár er Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins, en tilkynnt var um tilnefningarnar í tengslum við málþing um náttúrumiðaðar lausnir í Norðurlandahúsinu í Færeyjum í dag.
Tilnefningar hljóta:
Danmörk
Sund Vejle Fjord — endurheimt vatnasvæðis sem var hætt komið með náttúrulegum aðferðum.
Finnland
Virho rf – Samtök um vernd straumvatna
Grænland
Louise Lynge — fyrir hönnun sem byggir á „zero waste“ hugmyndafræði
Ísland
Votlendissjóður
Svíþjóð
Kristianstads Vattenrike — elsta UNESCO lífhvolfið í Svíþjóð
Álandseyjar
Sveitarfélagið Mariehamn —votlendisgarðurinn „Nabbens våtmark“
Verðlaunin verða afhent 1. nóvember í Helsinki í tengslum við þing Norðurlandaráðs.