Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2023 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur NORDBUK á Íslandi

Nefndarmenn NORDBUK, auk starfsfólks skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar - mynd

Fundur NORDBUK, barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar, fór fram 24. ágúst sl. Fundarstjórn var í höndum Íslands með dyggri aðstoð frá starfsfólki skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar sem að þessu sinni komu bæði frá Íslandi. Fundurinn er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Margvísleg mál voru rædd á fundinum en staða barna og ungmenna eftir heimsfaraldur kórónuveiru var mikið rædd, einkum mikilvægi þess að tryggja að raddir barna og ungmenna heyrist þegar krísa stendur yfir.

Sömuleiðis var rætt um samfélagsmiðla og stöðu barna og ungmenna gagnvart þeim en hatursorðræða og falsfréttir geta dregið úr þátttöku í opinberri umræðu og kynnt undir frekari öfga. Norðurlöndin þurfa að leita leiða til þess að standa vörð um velferð og öryggi barna og ungmenna á netinu.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta