Hoppa yfir valmynd
31. október 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tilnefningar Íslands til verðlauna Norðurlandaráðs 2023

Á ferð með mömmu. - myndUrsus Parvus

Verðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Ósló í kvöld. Alls eru 54 verk, verkefni og listamenn tilnefnd að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt í tengslum við 75.þing Norðurlandaráðs í Noregi þar sem ráðherrar og þingmenn frá öllum Norðurlöndunum koma saman.

Á verðlaununum er tilnefnt fyrir umhverfismál, bókmenntir, barna- og unglingabókmenntir, kvikmyndir og tónlist.

Íslenskar tilnefningar til verðlaunanna í ár eru:

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Ljósgildran eftir Guðna Elísson. Skáldsaga, Lesstofan, 2021.
Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Ljóðabók, Bjartur, 2021.

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Kollhnís, Arndís Þórarinsdóttir. Barnabók, Mál og menning, 2022.
Eldgos, Rán Flygenring. Myndabók, Angústúra, 2022.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Á ferð með mömmu eftir leikstjórann og handritshöfundinn Hilmar Oddsson. Myndin var framleidd af Hlín Jóhannesdóttur.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Elfa Rún Kristinsdóttir
Sigur Rós

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Rauði krossinn á Íslandi

Náið menningarsamstarf Norðurlanda

Þessi verðlaun eru mikilvæg viðurkenning á öflugri menningu sem blómstrar á Norðurlöndunum. Ég er mjög stolt af fulltrúum Íslands í ár og hlakka mikið til að vera viðstödd verðlaunaafhendinguna og fagna öllu því hæfileikaríka fólki sem tilnefnt er í ár,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári hlaut íslenska myndin Dýrið eftir leikstjórann og handritshöfundinn Valdimar Jóhannsson, handritshöfundinn Sjón og framleiðendurna Hrönn Kristinsdóttur og Söru Nassim.

Tilkynnt verður um handhafa verðlauna Norðurlandaráðs 2023 í beinni útsendingu frá Óperunni í Ósló. Á meðal þeirra sem afhenda verðlaunin verða norsku krónprinshjónin, leikkonan Maria Bonnevie og menningarmálaráðherra Noregs, Lubna Jaffery.

Verðlaun Norðurlandaráðs eiga þátt í að auka sýnileika hins nána menningarsamstarfs Norðurlanda. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á norrænum bókmenntum, tungumálum, kvikmyndum og tónlist.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta