Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leggur fram greinargerð um norræna rannsóknarsamstarfið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sótti nýafstaðið þing Norðurlandaráðs sem formaður norrænu ráðherranefndarinnar um menntamál og rannsóknir. Þar lagði hún fram greinargerð um norrænt vísindasamstarf, sem unnin var af ráðherranefndinni að beiðni þingsins. 

Greinargerðin um norrænt vísindasamstarf er sú fyrsta frá árinu 2017. Í fyrri greinargerðum hefur Norræna ráðherranefndin um menntun og rannsóknir aðallega upplýst um skipulag rannsóknasamstarfs á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Í þetta sinn er sjónum beint að verkefnum og niðurstöðum samstarfsins.

Í greinargerðinni kemur fram að á Norðurlöndum fari fram afar öflugt rannsóknarstarf bæði í gegnum náið samstarf norrænna rannsóknarstofnana og rannsóknaráætlanir og styrki á vegum NordForsk. Báðir þessir þættir leiða til rannsóknarstarfs sem er samfélagslega mikilvægt og gerir framtíðarsýn Norðurlandanna um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims að veruleika.

Í greinargerðinni er fjallað um valin verkefni á vegum NordForsk síðustu ár og hvernig þau tengjast framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2030. Einnig eru gefin dæmi um verkefni og aðgerðir á vegum NordForsk sem tengjast nýlegum atburðum á borð við heimsfaraldur COVID-19 og árásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Þá er fjallað um Norðurlönd sem leiðandi þekkingarsvæði á heimsvísu. 

Góður rómur var gerður að greinargerðinni og hlaut hún góðar undirtektir hjá þingmönnum Norðurlandaráðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta